14.11.2007 | 09:17
Hvar endar þetta?
Æ, ég er efins um allt svona opinbert eftirlit. Stjórnvöld eru alltaf að teygja sig lengra inn í einkalíf manna. Samkvæmt þessari frétt á þetta að vera að kröfu Evrópusambandsins og tölvukubburinn í bílnum á að senda upplýsingar um staðsetningu, hraða og annað sem máli skiptir til neyðarlínunnar. Ég efa það ekki að hér er falleg hugsun að baki en hvar endar þetta. Svo virðist sem skáldsaga George Orwells 1984 sé ekki svo fjarlæg eftir allt. Bókin var gefin út 1949 og þýdd á íslensku 1951 að því mig minnir. Þar er leitast við að steypa alla í sama mót og helmingur mannkyns hefur það að vinnu að fylgjast með hinum helmingnum. Þetta er væntanlega það sem við viljum og allt stefnir í. Þó það hafi ekki gerst 1984 þá gæti það gert 2084.
Allir bílar undir gervihnattaeftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vá ég er svo á móti þessu, þetta er nokkrum skrefum yfir strikið.
Allavega verður þetta ekki í mínum bíl......
Axel Már Arnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:23
Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu nákvæmar upplýsingar t.d. bankarnir hafa um ykkur ásamt ýmsum öðrum fyrirtækjum? Við skráum okkur inn hérna á mbl.is með kennitölu.... Við erum undir stöðugu eftirliti frá ýmsum aðilum og getum ekkert.
Ævar Eiður, 14.11.2007 kl. 09:35
Ef ég skil þessa frétt rétt þá er hér um umtalsvert öryggi að ræða fyrir vegfarendur í því formi að það berast strax upplýsingar til neyðarlínunnar ef slys ber að höndum með upplýsingum um árekstrarhraða og þar með högg. Eins mun þetta væntanlega hjálpa mikið til við að finna stolna bíla.
Starafsmenn skattstofunnar hafa aðgang að upplýsingum um það hvað við höfum í tekjur og eins og Ævar bendir á hafa starfamenn banka aðgang að talsverðum upplýsingum um okkur. Þessir aðilar eru undir þangarskyldu og því kemur þetta ekki að sök fyrir okkur. Hvað er að því þó ákveðnir aðilar hjá neyðarlínunni gætu séð hvar bíllinn okkar er staðsettur?
Annar kostur við þetta kerfi er sá að nú verður auðveldara að sanna hraðakstur þegar slys ber að höndum og því minni líkur á að röngum aðila sé kennt um slys. Þá á ég sérstaklega við slys þar, sem ökumaður fer inn á aðalbraut vegna þess að aðvífandi bíll er enn í mikilli fjarlægð en fær hann síðan skyndilega á sig vegna þess að hann var á allt of miklum hraða og svigrúmið því minna en ella. Ef ekki er hægt að sanna hraðaksturinn á ökumanninn á aðalbrautinni þá er ályktað að orsök slyssins sé sú að hinn virti ekki aðalbrautarétt þegar hin raunverulega orsök slyssins er hraðakstur ökumannsins á aðalbrautinni.
Sigurður M Grétarsson, 14.11.2007 kl. 10:05
Mér sýnist hér vera á ferðinni lausn í leit að vandamáli.
Hér á landi eru allir með GSM síma og því tryggt að látið verði vita af slysum, annað hvort af þeim sem í þeim lenda eða öðrum vegfarendum.
Verði slys á fáförnum stað þar sem enginn er með meðvitund til að láta vita af því þá eru líkur til þess að sá staður sé utan símasambands hvort eð er, svo bíllinn gæti ekki látið vita af sér heldur.
Einnig vaknar spurningin um viðbragðsumfang og kostnað. Myndi tölvubúnaður með gerfigreind senda út tilkynningu um að mögulega væru tólf slasaðir eftir árekstur sjö sæta jeppa og fólksbíls?
Persónulega er ég þeirrar skoðunar að svona kerfi sé í grunninn jafn slæmt og öryggisleit á flugvöllum. Hún kemur ekki í veg fyrir hryðjuverk en gefur stóra bróður færi á að njósna um ferðir milljóna manna.
Ég hef ekki trú á því að svona kerfi mun ekki breyta neinu í björgun mannslífa, en það mun gefa stóra bróður færi á að fylgjast með öllum ferðum fólks og gefa færi á að senda hraðasekt í hvert sinn sem einhverjum verður á að fara yfir hámarkshraða.
Draumurinn um 1984 lifir hjá sumum.
Sigurður Ingi Jónsson, 14.11.2007 kl. 11:14
Í fyrsta lagi þá get ég ekki séð það á fréttinni að það eigi að vista upplýsingarnar hjá lögreglunni heldur hjá Neyðarlínunni þannig að lögreglumenn geta ekki notað þetta til að finna út hvar bíll manna er eða var á tilteknum tíma eins og Jón Grétar talau um. Höfum einnig í huga að nú þegar getur löglreglan með slíkum úrskurði fengið að vita hvar farsímar okkar eru eða voru á tiltenum tíma. Fyrir nokkrum árum náðist að upplýsa morðmál með slíkum upplýsingum.
GPS samband fer í gegnum gerfihnött þannig að það næst þó menn séu utan farsímasambands þannig það þar fellur ein röksemd Sigurðar Inga. Við skulum heldur ekki gleyma því að oft er fáfarið um sveitir lands á nóttunni og þá sérstaklega á veturna. Það hefur margoft komið fyrir þegar bíll hefur farið út af veginum og endar á þannig staðsetingu að hann sést ekki frá veginum þá hafa þeir slösuðu í bílnum þurft að bíða klukkustundum saman eftir að slysið uppgötvast. Ég man eftir frétt fyrir nokkrum árum um mann, sem fór út af veginum rétt hjá Sauðakróki og lamaðist í slysinu. Það liðu 15 klukkustundur áður en hjálp barst vegna þess að bíllin lá í hvarfi frá veginum.
Sigurður M Grétarsson, 14.11.2007 kl. 11:28
Ég vil benda nafna mínum á að GPS samband er ekki gagnvirkt. Til að koma boðum um staðsetningu slyss til Neyðarlínu þarf símasamband. Þar verður treyst á þjónustusvæði GSM, ekki gerfihnetti.
Ein óljós minning um frétt af einu slysi fyrir einhverjum árum réttlætir ekki svona kerfi.
Sigurður Ingi Jónsson, 14.11.2007 kl. 13:14
Takk Guðmundur fyrir áminninguna. En ekki vera of svartsýnn. Þú þarft ekki að bíða til 2084. Þetta er allt að koma. Vegabréfin í Bandaríkjunum verða innan skamms með staðsetningartæki og svo er fólk farið að setja staðsetningartæki í börnin sín. Svona til öryggis. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir að Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér
Er þetta upphafið af endi einkalífsins?Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 15:07
Er ekki kominn tími til að setja upp kerfi sem hlerar pólitíkusa og sendir upplýsingarnar á netið. Dæmin sanna að leynimakk valdamanna er stórhættulegt.
Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 16:13
Mikið er hún Margrét yndisleg að minna okkur á þetta orð "Samsæriskenningar." Þetta er orð sem fólk hendir fram þegar það skortir rök og vill hræða aðra til að halda kjafti. Sjá nánar hér.
Þú lítur ekki út fyrir að hafa neitt glæpsamlegt að fela. En hvernig vitum við það nema að við fylgjumst með þér?
Hættan við allt þetta eftirlit er að þeir sem fylgjast með og yfirmenn þeirra misbeyta því alltaf. Hjá nágrönnum okkar Norðmönnum var leyniþjónustan staðin að því að njósna um stjórnarandstöðuna fyrir nokkrum árum.
Og ef þú heldur að eftirlit með borgurunum varði þig ekki ef þú hefur ekkert að fela þá vitna ég í heimildargrein sem ég vann upp úr Skýrslu Bandaríska Þingsins á 15 ára njósna starfsemi F.B.I. á Bandarískum borgurum:
Hópar sem voru undir eftirliti og var unnið gegn voru allt frá Borgararéttindahreyfing Martin Luther Kings til Mæðrafélags Michigan fyrir Velferðarmálum.
Hérna er heimildargreinin í fullri lengd.
Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.