Samkeppni?

Samkeppni er af hinu góða fyrir neytendur, en það er ekkert fyrirtæki til sem fagnar samkeppni, hvað sem fulltrúar þeirra segja á tyllidögum.  Í Mjóddinni í Reykjavík eru þrjú apótek undir sama þaki!  Öll eru þau aðlaðandi hvert á sinn hátt, með yndislegu og hjálpsömu starfsfólki.  Ætla mætti að eitthvert þessara apóteka hefðu lagt upp laupana á þeim tíma sem þau hafa starfað þar, en svo er ekki.  Hver ætli skýringin sé á því?  Svipað verð í þeim öllum og slembival viðskiptavina hvar þeir versla?  Eða sú staðreynd að við íslendingar eru lélegir neytendur og kunnum illa með fé að fara.  Varla hefur samkeppnin virkað þarna.  Yfirleitt látum við allt yfir okkur ganga og borgum þegjandi og hljóðalaust uppsett verð - nöldrum kannski pínulítið eins og ég er að gera núna.


mbl.is Fæstir um hvert apótek í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband