Galdrafár ...

Það hefði svo sem mátt búast við þessu því eftirvæntingin eftir síðustu Harry Potter bókinni er gífurleg.

Ég er búinn að lesa allar bækurnar um Harry Potter og sjá allar kvikmyndirnar.  Bækurnar finnst mér einstaklega góðar og skemmtilegar, sömuleiðis kvikmyndirnar þó þær nái ekki sömu hæðum og bækurnar.  Mestu vonbrigðin voru þegar ég sá "Eldbikarinn" því helmingnum af bókinni var sleppt.  Ég las það einhvers staðar að leikstjóranum hafi verið bent á að betra væri að stytta myndina í stað þess að reyna að troða öllu efni bókarinnar í eina langa kvikmynd.  Það má vel vera rétt, en þar sem skemmtanagildið er það mikið og áhuginn úti um allan heim ótvíræður, hefði verið hægt að fara leið Quentin Tarantino og gera tvær myndir og frumsýna þær með mánaðar millibili, eins og hann gerði með Kill Bill.  Það hefði örugglega borgað sig og glatt aðdáendur um allan heim.

En hvað með það - Ég bíð spenntur eftir Deathly Hallow og verð sjálfsagt í röðinni með litlu börnunum á föstudagskvöldið til að kaupa bókina. 


mbl.is Kærur lagðar fram vegna sölu nýju Harry Potter bókarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Algjörlega sammála þér. Það hefur einmitt verið vandi þessara síðustu tveggja bíómynda (Eldbikarinn og fönixreglan) að allt of miklu er sleppt. Bækurnar eru náttúrulega hnausþykkar en ég er sammála þér, tvær myndir hefði verið gáfulegra fyrir hverja bók.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.7.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband